Fréttir
12. febrúar 2019

Við tókum laugardagsreksturinn sl með trompi þrátt fyrir mikla úrkomu og þungt færi. Hrossin tóku á í snjónum og hlupu glöð. Aldeilis hressandi fyrir hesta og menn. Annars er allt gott og allt við það sama, hrossin þjálfast og eru komin í nokkuð gott form. Guðmundur keppir i Gæðingafimi í KS deildinni nk. miðvikudag á henni Skriðu minni. Í næstu viku er svo keppt í fjórgangi í Léttisdeildinni og eigum við eftir að ákveða hvað við förum með. Set inn myndir frá rekstrinum góða.
8. febrúar 2019

María Marta Húsavíkurmær er hjá okkur í húsi í vetur og þjálfar hún hana Óperu frá Litla-garði. Þeirra samstarf gengur mjög vel og gaman að sjá hvað þær ná vel saman. Þær stöllur skelltu sér á námskeið til Steina frænda mínum um síðustu helgi sem var mjög fróðlegt og árangusríkt fyrir þær báðar. Set inn myndir af vinkonunum.
6. febrúar 2019

Um liðna helgi fórum við á Meistaradeildina í Spretti og horfðum á glæsilega hesta og knapa, hittum góða vini og nutum. Virlkilega skemmtilegt kvöld og eins og of oft gleymdum við að taka myndir. Guðmundur endaði svo helgina á að fara á sleða á Dallas í einstakri blíðu sól og logn og púðursnjór. Annars allt gott hrossin spræk og spennandi keppnir framundan.
28. janúar 2019

Það var dásamlegt veður á laugardaginn en þá fórum við í hefðbundinn rekstur með félögum okkar í hverfinu og sólin skein á menn og hesta. Við fengum góða heimsókn í hesthúsið þennan morgun dótturson okkar hann Guðmund Leó sem kann flest nöfnin á hestunum ömmu hans til mikillar ánægju. Góður rekstur og hrossin kát og glöð í blíðunni. Læt fylgja nokkrar myndir til gamans.
27. janúar 2019

Um helgina var Nýárstöltið haldið hér í Léttishöllinni og var þetta fyrsta mót ársins.
Skráning í mótið var aldeilis glæsileg um fimmtíu hross skráð til leiks og mátti sjá margar glæsilegar sýningar. Við hjónin tókum þátt og renndum þremur hryssum í brautina. Guðmundur og Rauðhetta voru í 2-3 sæti í A-úrslitum með 7.06 Helga og Hrafnhetta hrepptu svo 4-5 sætið einnig í A-úrslitum með slétta 7.0 í einkunn. Við vorum mjög ánægð með hryssurnar ...
[Meira]
22. janúar 2019

Um liðna helgi skellti Guðmundur sé á reiðnámskeið til portúgalska reiðsnillingsins Julio Borba. Námskeiðið var haldið á glæsistaðnum Hofi á Höfðaströnd .
Guðmundur valdi sér Rauðhettu á námskeiðið sem var alveg magnað bæði fróðlegt og skemmtilegt. Læt fylgja nokkrar myndir frá Hofi.
21. janúar 2019

Við smelltum nokkrum myndum af unghryssunum okkar í dag í dásamlegri vetrarblíðu. Rósetta á 5.vetur undan Rósalín og Hróðri er fjörug, hreyfingamikil og lofandi hryssa. Blædís er á 4.vetur hún er undan Brá og Hreyfli frá Vorsabæ þessi hryssa er stór með einstakt geðslag og í miklu uppáhaldi hjá okkur. Gaman að vinna með þessar skvísur. Annars almennar útreiðar og þjálfun á þessum fallega mánudegi.
10. janúar 2019

Það er óhætt að segja að janúar fari vel af stað hvað varðar veðurfar, einstök blíða alla daga. Lífið gengur sinn vanagang hjá okkur í hesthúsum. Við þjálfum keppnishrossin og líka aðeins ungt með sem er alltaf gaman og spennandi. Keppnistímabilið fer senn að hefjast og undirbúingurinn er alltaf skemmtilegur og gaman að spá í hvaða hross henntarí hvaða grein. Annars allt í góðu og bara allir hressir. Set inn nokkrar myndir úr hesthúslífinu.
4. janúar 2019

Við erum búin að eiga dásamlega daga með fjölskyldunni yfir hátíðarnar. Fengum barnabörnin í heimsókn í hesthúsið og fóru flestir á bak þó ekki allir. Allt gekk vel og allir glaðir. Við erum nú komin á fullt aftur eftir áramótin, tólf hross á húsi og bara gaman. Læt fylgja nokkrar myndir af barnabörnunum.
31. desember 2018
.jpg)
Kæru vinir og fjölskylda. Við hjá Fluguhestum óskum ykkur gleðilegs árs með kærri þökk fyir árið sem er að líða. Við kveðjum þetta ár full af þakklæti og vinsemd. Hlökkum til að eiga gott hestaár 2019
[ Eldri fréttir ]